Fræðslusetrið Starfsmennt sér um símenntun og verkefni tengd starfsþróun og mannauðseflingu opinberra starfsmanna. Starsfmennt býður upp
á fjöldann allan af námskeiðum og ýmsa sérhæfða þjónustu fyrir stofnanir.
Nú er unnið að gerð nýrrar heimasíðu fyrir Starfsmennt og til þess að fá fram sjónarmið sem flestra viðskiptavina og
hagsmunaaðila um hvernig heimasíðan er byggð upp hefur Starfsmennt sett af stað stutta könnun.
Í könnuninni er spurt um núverandi heimasíðu og hvaða breytingar óskað er eftir á nýrri síðu.
Könnunin ætti ekki að taka lengri tíma en 3-5 mínútur.
Þrír heppnir þátttakendur munu hljóta gjafabréf í leikhús fyrir tvo og verður tilkynnt um vinningshafa strax í byrjun
apríl.
Könnunin er nafnlaus. Svörin eru trúnaðarmál og ekki persónugreinanleg, það er því ekki hægt að rekja svör til einstakra
svarenda.
Til þess að taka þátt er smellt á slóðina hér að neðan:
http://smennt.questionpro.com
Ef það virkar ekki að smella á slóðina getur þú afritað hana, límt í vafrann þinn og ýtt á Enter.
Ef einhverjar spurningar eða athugasemdir vakna þá er hægt að senda póst á smennt@smennt.is eða hafa samband
í síma 550-0060.