Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

1011. fundur 04. apríl 2025 kl. 10:00 - 10:30 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Rebekka Rut Þórhallsdóttir fulltrúi skipulags- og byggingarmála ritaði fundargerð
  • Ólafur Elvar Júlíusson verkefnastjóri byggingarmála
  • Katrín Rós Ívarsdóttir verkefnastjóri fasteignaskráningar
Fundargerð ritaði: Rebekka Rut Þórhallsdóttir fulltrúi skipulags- og byggingarmála
Dagskrá

1.Höfðamói 1-3 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - umfangsflokkur 2

Málsnúmer 2025031524Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. mars 2025 þar sem Rögnvaldur Harðarson f.h. Akurbergs ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóð nr. 1-3 við Höfðamóa. Innkomin gögn eftir Rögnvald Harðarson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

2.Heiðarmói 16-22 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - umfangsflokkur 2

Málsnúmer 2025031321Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. mars 2025 þar sem Yngvi Ragnar Kristjánsson f.h. Gerðavallar ehf sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir raðhúsi á lóð nr. 16-22 við Heiðarmóa. Innkomin gögn eftir Yngva Ragnar Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Hlíðarvellir 1 - Áfangi 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2024031443Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. mars 2025 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. atNorth ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir þjónustubyggingu á lóð nr. 1 við Hlíðarvelli. Innkomin gögn eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

4.Njarðarnes 4 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild - umfangsflokkur 1

Málsnúmer 2025030375Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. mars 2025 þar sem Kári Magnússon f.h. Valsmíði ehf sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir breytingum innanhúss á húsi nr. 4 við Njarðarnes. Innkomin gögn eftir Kára Magnússon.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Eignaskiptayfirlýsing skal liggja fyrir áður en byggingarheimild er gefin út.

5.Oddagata 7 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild - umfangsflokkur 1

Málsnúmer 2024090334Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. mars 2025 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson f.h. Ingimarshúss ehf. sækir um breytingar á þegar samþykktum aðaluppdráttum af húsi nr. 7 við Oddagötu. Innkomin gögn eftir Ragnar Frey Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Oddeyrartangi - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild - umfangsflokkur 1

Málsnúmer 2025031302Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. mars 2025 þar sem Kári Magnússon f.h. Samherja Ísland ehf sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir breytingum innanhúss á húsum nr. 1 og 2 við Oddeyrartanga. Innkomin gögn eftir Kára Magnússon.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

7.Rangárvellir 2, hús 5 og 8 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild - umfangsflokkur 1

Málsnúmer 2025040180Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. apríl 2025 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Norðurorku hf. sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir breytingum innanhúss að Rangárvöllum 2, húsum 5 og 8. Innsend gögn eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

8.Eyrarvegur 25 - umsókn um bílastæði og úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2025040083Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. apríl 2025 þar sem Ingólfur Bragi Arason sækir um bílastæði og úrtak úr kantsteini við hús nr. 25 við Eyrarveg.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæði með 7 metra úrtaki í kantstein með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein og þeim skilyrðum sem þar koma fram, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Í vinnureglunum er kveðið á um heimild umhverfis- og mannvirkjasviðs til gjaldtöku vegna vinnu við úrtakið.

Fundi slitið - kl. 10:30.