Mjög góð reynsla er af nýju bílastæðakerfi á Akureyri og velja um 86% þeirra sem leggja á miðbæjarsvæðinu að nota smáforrit. Helstu mistök sem fólk gerir er að velja í fljótfærni gjaldsvæði í Reykjavík og að skrá ekki rétt bílnúmer í forritið.
31.05.2022 - 17:12 Fréttir frá AkureyriRagnar HólmLestrar 484
Það var söguleg stund þegar Airbus 319 farþegaþota NiceAir lenti á Akureyrarflugvelli í gær. Eliza Reid forsetafrú gaf vélinni nafnið Súlur við hátíðlega athöfn. Eliza flutti ávarp og sömuleiðis Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri.
31.05.2022 - 16:54 Fréttir frá AkureyriRagnar HólmLestrar 248
Ákveðið hefur verið að umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar noti smáskilaboð (SMS) þegar koma þarf upplýsingum um götusópun eða snjómokstur til íbúa við tilteknar götur eða til íbúa heilla hverfa.
23.05.2022 - 14:00 Fréttir frá AkureyriRagnar HólmLestrar 1222
Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar auglýsir til sölu tvö hús til flutnings.
Annars vegar er um að ræða hús sem hefur verið notað sem aðstöðuhúsnæði fyrir Siglingarklúbbinn Nökkva, stærð 39,5 m², byggt árið 1994.
Hins vegar er um ræða hús sem hefur verið notað sem bátaskýli fyrir Siglingarklúbbinn Nökkva, stærð 68,2 m², byggt árið 2000.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 10. maí 2022 samþykkt tillögu að deiliskipulagi Móahverfis í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
18.05.2022 - 11:34 Auglýstar tillögur|Skipulagssvið|Auglýsingar á forsíðuLestrar 707