Akureyrarstofa leitar að áhugaverðum og skemmtilegum hugmyndum að listasmiðjum og viðburðum fyrir Listasumar á Akureyri sem hefst 3. júlí og lýkur 31. júlí 2020.
Íþróttakona Akureyrar 2019 er Aldís Kara Bergsdóttir listhlaupakona úr Skautafélagi Akureyrar og Viktor Samúelsson úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar er íþróttakarl Akureyrar 2019. Kjörinu var lýst í Menningarhúsinu Hofi í gær. Þetta var í 41. skipti sem íþróttamaður Akureyrar er heiðraður.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri hefur fyrir hönd íbúa Akureyrar sent íbúum Vestfjarða hlýjar kveðjur vegna snjóflóðanna sem féllu í gærkvöldi. Kveðjan sem hún sendi til Guðmundar Gunnarssonar bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar er svohljóðandi: „Kæru vinir! Íbúar Akureyrarbæjar senda Flateyringum, Súgfirðingum og Vestfirðingum öllum hlýjar kveðjur á erfiðum tímum. Við erum með ykkur í huga og hjarta."
Akureyrarstofa auglýsir eftir umsóknum í Menningarsjóð Akureyrar fyrir árið 2020. Umsóknir geta verið ferns konar því hægt er að sækja um samstarfssamning, verkefnastyrk, starfslaun listamanna og starfsstyrk ungra listamanna.