Barnamenningarhátíð verður haldin þriðja sinni á Akureyri dagana 21.-26. apríl nk. Á fundi stjórnar Akureyrarstofu í síðustu viku voru lagðar fram og samþykktar tillögur fagráðs um styrkveitingar til verkefna á Barnamenningarhátíð 2020.
Í fyrra bættust við 56 hillumetrar af skjölum í 85 afhendingum til Héraðsskjalasafnsins á Akureyri. Ríflega 600 manns heimsóttu safnið og voru útlán hátt í 5.000 talsins.