Frábært veður er til útivistar og gott göngufæri um flest alla stíga bæjarins. Í Kjarnaskógi eru göngustíga og gönguskíðaleiðir vel troðnar, hægt er að renna sér í nýrri sleðabraut hjá Einari skógarverði og fyrir neðan Sólúrið þar sem einnig er hægt að leika listir sínar á skíðum eða hjólum.
24.03.2020 - 14:55 AlmenntMaría Helena TryggvadóttirLestrar 256
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, skrifaði færslu á Facebook í morgun þar sem hún þakkar starfsfólki bæjarins vel unnin störf og hvetur til samstöðu í baráttunni gegn Covid-19.
Gjöld í leik- og grunnskólum miðað við skerta þjónustu
Ákveðið hefur verið að engir reikningar verði sendir út vegna skólavistunar og skólamáltíða í grunnskólum fyrir apríl og að ritarar haldi utan um leiðréttingar vegna skertrar þjónustu frá 16.-31. mars 2020. Ekki verður gengið frá endurgreiðslu vegna skertar þjónustu heldur horft til þess að inneign gangi upp í þjónustu síðar á skólaárinu.