Mynd af Facebooksíðu Strætisvagna Akureyrar.
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi á miðnætti kveður á um að nota beri andlitsgrímur sem hylja nef og munn þegar ekki er unnt að tryggja 2ja metra fjarlægðarmörk.
Þetta gerir það að verkum að taka verður upp grímuskyldu í Strætisvögnum Akureyrar. Börn fædd 2005 eða síðar eru þó undanþegin þessu.
Farþegar eru beðnir að virða þetta og nota andlitsgrímu í strætó.
Þetta fyrirkomulag á einnig við um ferliþjónustu Akureyrarbæjar.
Sjá reglugerðina á vef Stjórnartíðinda.
Leiðbeiningar um rétta grímunotkun.