Yfirlit frétta

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Mynd: Auðunn Níelsson

Langtímaleigusvæði fyrir söluvagna í miðbæ Akureyrar 2021

Í samþykkt Akureyrarbæjar um götu- og torgsölu eru afmörkuð svæði í miðbæ þar sem sölustarfsemi utandyra má fara fram.
Lesa fréttina Langtímaleigusvæði fyrir söluvagna í miðbæ Akureyrar 2021
Akureyri í jólabúningi.

Skýrsla bæjarstjóra 2/12-15/12/2020

Mál málanna síðustu vikurnar hefur verið fyrirhuguð yfirfærsla á rekstri Öldrunarheimilanna frá Akureyrarbæ til ríkisins. Þegar samningum var sagt upp síðasta vor, var lagt upp með að þetta gengi greiðlega fyrir sig og myndi klárast fyrir áramót - en raunin hefur orðið önnur. Það er alveg ljóst að Akureyrarbær ætlar ekki að reka hjúkrunarheimili enda er það lögbundið hlutverk ríkisins. Hins vegar höfum við nú, að ósk heilbrigðisráðherra og Sjúkratrygginga, fallist á að annast rekstur ÖA út apríl 2021 en með breyttum áherslum og sveitarfélaginu að kostnaðarlausu. Þannig mun Sjúkratryggingum Íslands gefast ráðrúm til að hnýta lausa enda sín megin frá og vonandi ljúka þessu máli loks með farsælum hætti.
Lesa fréttina Skýrsla bæjarstjóra 2/12-15/12/2020
Öldrunarheimilið Hlíð.

Tímabundinn samningur um rekstur ÖA

Í síðustu viku óskuðu Sjúkratryggingar Íslands eftir því við Akureyrarbæ að sveitarfélagið héldi áfram rekstri Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA) tímabundið. Í ljósi fordæmalausra aðstæðna í miðjum heimsfaraldri, hefur Akureyrarbær fallist á að framlengja uppsagnarfrest um fjóra mánuði og annast rekstur ÖA til 30. apríl 2021, gegn því að sá rekstur verði Akureyrarbæ með öllu að kostnaðarlausu og á ábyrgð ríkisins.
Lesa fréttina Tímabundinn samningur um rekstur ÖA
Listagjöf um allt land á aðventunni

Listagjöf um allt land á aðventunni

Listahátíð í Reykjavík, með stuðningi frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti, býður upp á aðra útgáfu af hinu vel heppnaða verkefni Listagjöf – að þessu sinni um land allt!
Lesa fréttina Listagjöf um allt land á aðventunni
Aðventuratleikur Amtsbókasafnsins

Aðventuratleikur Amtsbókasafnsins

Á aðventunni verða í boði nokkrir leikir til að stytta bæjarbúum og gestum stundir. Nú þegar höfum við kynnt tvo leiki (sjá hlekki hér að neðan) en að þessu sinni kynnum við ratleik á vegum Amtsbókasafnsins.
Lesa fréttina Aðventuratleikur Amtsbókasafnsins
Akureyri í jólabúningi

Akureyri í jólabúningi

Áhersla hefur verið lögð á að skreyta bæinn vel að undanförnu og lýsa upp svartasta skammdegið.
Lesa fréttina Akureyri í jólabúningi
Hafnarstræti 80 og Austurbrú 10-12

Góður gangur í úthlutun byggingarlóða

Skipulagsráð Akureyrarbæjar samþykkti í vikunni að úthluta lóðum við Austurbrú 10-12 og Hafnarstræti 80. Þetta eru spennandi uppbyggingarreitir í miðbæ Akureyrar.
Lesa fréttina Góður gangur í úthlutun byggingarlóða
Ráðhústorg í jólabúningi. Mynd: María Helena Tryggvadóttir

Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 15. desember

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 15. desember.
Lesa fréttina Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 15. desember
Stefnt að uppbyggingu í miðbænum hið fyrsta

Stefnt að uppbyggingu í miðbænum hið fyrsta

Akureyrarbær kynnir í dag tillögur að breytingum á miðbæjarskipulagi. Tillögurnar byggja á niðurstöðum þverpólitísks stýrihóps með fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn. Stefnt er að því að hefja uppbyggingu sem allra fyrst.
Lesa fréttina Stefnt að uppbyggingu í miðbænum hið fyrsta
Auglýsing frá KPMG og SSNE

Fróðleiksfundur um Covid úrræði stjórnvalda 17. desember

KPMG og SSNE bjóða til gagnvirks fróðleiksfundar um COVID úrræði stjórnvalda.
Lesa fréttina Fróðleiksfundur um Covid úrræði stjórnvalda 17. desember
Hugljúf vetrarstemming í beinu streymi

Hugljúf vetrarstemming í beinu streymi

Í kvöld kl. 20 fara fram aðrir tónleikar í tónleikaröðinni Í HOFI & Heim þegar söngkonan Þórhildur Örvarsdóttir og píanóleikarinn Alexander Edelstein koma fram í beinu streymi á www.mak.is.
Lesa fréttina Hugljúf vetrarstemming í beinu streymi