Æskulýðs- og íþróttafrömuðurinn Hermann Sigtryggsson fagnar 90 ára afmæli sínu í dag. Hermanni var veitt heiðursviðurkenning Akureyrarbæjar á 150 ára afmæli sveitarfélagsins árið 2012 en honum hefur hlotnast margvíslegur heiður og viðurkenningar á löngum og farsælum starfsferli.
15.01.2021 - 12:00 Almennt|Fréttir á forsíðuRagnar HólmLestrar 377
Í kvöld fara fram þriðju tónleikarnir í tónleikaröðinni Í HOFI & Heim þegar Friðrik Ómar og Eik Haraldsdóttir stíga á svið Hamraborgar í Menningarhúsinu Hofi.
14.01.2021 - 11:45 Fréttir á forsíðuRagnar HólmLestrar 156
Föstudaginn 15. janúar verður skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnað en með ákveðnum takmörkunum vegna Covid-19. Veðurspáin er býsna góð og því stefnir allt í frábæra helgi. Gerð er sú sjálfsagða krafa að allir gestir skíðasvæðisins fari að settum reglum og virði fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk.
13.01.2021 - 13:17 Fréttir á forsíðuRagnar HólmLestrar 190
Næsta haust er gert ráð fyrir innritun barna sem fædd eru í ágúst 2020 og fyrr í leikskóla Akureyrar. Upplýsingar um innritun verða sendar til foreldra í marsmánuði og því er mikilvægt að allar umsóknir hafi borist fyrir 1. febrúar næstkomandi.
11.01.2021 - 11:52 Almennt|Fréttir á forsíðuJón Þór KristjánssonLestrar 563
Auglýst er eftir umsóknum í Listsjóðinn Verðandi fyrir listviðburðaröð sem fram fer í Menningarhúsinu Hofi í júní og ágúst 2021 í tilefni af 10 ára afmæli Hofs. Sjóðurinn veitir styrki til kostnaðar vegna afnota af salarkynnum, tæknibúnaði og tækniþjónustu.
08.01.2021 - 13:20 Fréttir á forsíðuRagnar HólmLestrar 195
Nýliðið ár var sögulegt eins og allir vita. Jafnvel þótt mörgu hafi verið aflýst og flest hafi verið með öðru sniði en venjulega þá var árið 2020 býsna viðburðaríkt hjá Akureyrarbæ, líkt og 465 fréttir og tilkynningar sem voru birtar hér á heimasíðunni bera vott um.