Staða kvenna á Norðurslóðum
Arctic Frontiers ráðstefnan verður haldin í Tromsø í Noregi 1.-4. febrúar en fimmtudaginn 28. janúar verður boðið upp á málstofu í tengslum við ráðstefnuna undir heitinu „Jafnrétti kynjanna og félagsleg sjálfbærni á Norðurslóðum." Ásthildur Sturludóttir, formaður Arctic Mayors' Forum, AMF (Samtaka bæjar- og sveitarstjóra á Norðurslóðum) og bæjarstjóri á Akureyri, situr fyrir svörum í pallborði ásamt með öðrum. Ráðstefnan og málþingið fara fram í gegnum fjarfundabúnað og er öllum heimil þátttaka.
25.01.2021 - 10:27
Fréttir á forsíðu
Lestrar 148