Yfirlit frétta

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Mynd: Bjarki Freyr Brynjólfsson

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins, Le Dumont Durville, kom til Grímseyjar föstudaginn 18. júní með viðkomu á Akureyri daginn eftir. Um borð voru 140 farþegar og 110 manna áhöfn.
Lesa fréttina Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins
Tillögur þróunaraðila. Mynd úr greinargerð vegna skipulagsbreytingar.

Skipulag Drottningarbrautarreits - ert þú með ábendingu?

Frestur til að gera athugasemd við tillögu að skipulagsbreytingu vegna uppbyggingar á Drottningarbrautarreit rennur út miðvikudaginn 23. júní. Íbúar eru hvattir til að kynna sér málið og koma sínum sjónarmiðum á framfæri.
Lesa fréttina Skipulag Drottningarbrautarreits - ert þú með ábendingu?
Fræðsludagar Vinnuskólans

Fræðsludagar Vinnuskólans

Eitt af hlutverkum Vinnuskólans er markviss fræðsla á ýmsum sviðum auk forvarna. Í liðinni viku sátu ungmenni í Vinnuskólanum fjölbreytt námskeið hjá sinni starfsstöð. Varaformaður Einingar - Iðju, Anna Júlíusdóttir fræddi ungmennin um réttindi og skyldur þeirra á vinnumarkaði.  Verkefnastjóri fræ…
Lesa fréttina Fræðsludagar Vinnuskólans
Hæ hó jibbí jei...

Hæ hó jibbí jei...

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er á morgun, 17. júní. Um lögbundinn frídag er að ræða svo það er ekki vinna hjá Vinnuskóla Akureyrar og er fólk hvatt til þess að taka þátt og gera daginn sem hátíðlegastan. Unnið hefur verið hörðum höndum undanfarna daga að fegra bæinn og eiga þau mikið hrós skilið. Í…
Lesa fréttina Hæ hó jibbí jei...
Mynd: Auðunn Níelsson.

Stjórnsýslubreytingar hjá Akureyrarbæ

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær tillögu að stjórnsýslubreytingum sem taka gildi um næstu áramót. Breytingarnar eru hluti af áherslum í samstarfssáttmála bæjarstjórnar, þar sem m.a. kemur fram að stjórnsýsla sveitarfélagsins verði einfölduð og svið sameinuð.
Lesa fréttina Stjórnsýslubreytingar hjá Akureyrarbæ
Eftir fundinn um Bíladaga 2021 sem haldinn var í Ráðhúsinu á Akureyri á föstudag. Mynd: Ragnar Hólm.

Göngum vel um og virðum öryggi annarra

Fulltrúar frá Aflinu, Akureyrarstofu, Bílaklúbbi Akureyrar, umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar, lögreglu og tjaldsvæðunum á Hömrum og Hrafnagili funduðu nýverið um Bíladaga 2021 sem hefjast á morgun, fimmtudaginn 17. júní, og lýkur formlega með bílasýningu laugardaginn 19. júní.
Lesa fréttina Göngum vel um og virðum öryggi annarra
Hofsbót 2 - Sala byggingarréttar

Hofsbót 2 - Sala byggingarréttar

Akureyrarbær leitar eftir kauptilboðum í byggingarrétt lóðarinnar Hofsbót 2 í miðbæ Akureyrar.
Lesa fréttina Hofsbót 2 - Sala byggingarréttar
Frá vinstri: Hjördís Þórhallsdóttir, flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli, Sigurður Ingi Jóhannsson…

Fyrsta skóflustungan að viðbyggingu við flugstöðina á Akureyri

Fyrsta skóflustungan að 1.100 fermetra viðbyggingu við flugstöðina á Akureyrarflugvelli var tekin í dag. Þar með er markað upphafið að framkvæmdum við bygginguna en verktakar hefjast nú handa við að undirbúa byggingarreitinn. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem tók skóflustunguna.
Lesa fréttina Fyrsta skóflustungan að viðbyggingu við flugstöðina á Akureyri
Mynd: Gyða Henningsdóttir

Sólstöðuhátíð í Grímsey

Grímseyingar halda hátíð í tilefni af sumarsólstöðum dagana 17.-20. júní og bjóða gestum og gangandi að taka þátt í hátíðarhöldunum með sér.
Lesa fréttina Sólstöðuhátíð í Grímsey
Blómabíllinn eins og hann leit út í fyrra.

17. júní á Akureyri með öðru sniði

Hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn verða með nokkuð öðru sniði en ætlað hafði verið því vegna fjöldatakmarkana, sem nú miðast við aðeins 300 manns, varð að aflýsa fjölskylduskemmtun á MA-túninu vestan Lystigarðsins en þar á móti kemur að dagskráin í Lystigarðinum lengist nokkuð með fleiri uppákomum.
Lesa fréttina 17. júní á Akureyri með öðru sniði
Sumar 2021 hjá Vinnuskóla Akureyrar

Sumar 2021 hjá Vinnuskóla Akureyrar

Það er óhætt að segja að einn ljúfra sumarboða, Vinnuskólinn, sé kominn á fullt. Árangurinn lætur ekki á sér standa og hefur verið unnið mikið þrekvirki um allan bæ. Ríflega 650 ungmenni sóttu um í Vinnuskóla Akureyrar í sumar sem er á svipuðu reiki og í fyrra. Tímafjöldi Tímafjöldi hjá starfsfólk…
Lesa fréttina Sumar 2021 hjá Vinnuskóla Akureyrar