Skipulag Drottningarbrautarreits - ert þú með ábendingu?

Tillögur þróunaraðila. Mynd úr greinargerð vegna skipulagsbreytingar.
Tillögur þróunaraðila. Mynd úr greinargerð vegna skipulagsbreytingar.

Frestur til að gera athugasemd við tillögu að skipulagsbreytingu vegna uppbyggingar á Drottningarbrautarreit rennur út miðvikudaginn 23. júní. Íbúar eru hvattir til að kynna sér málið og koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu var auglýst 12. maí í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar. Hér er hægt að skoða auglýsta tillögu og helstu skipulagsgögn

Breytingin nær til Hafnarstrætis 80 og 82 og Austurbrúar 10-12 og felur í stuttu máli í sér:

  • Samkvæmt núgildandi skipulagi er gert ráð fyrir stóru hóteli á svæðinu en lagt er til breyta því og fjölga íbúðum í staðinn.
  • Gert ráð fyrir að aukinni hámarkshæð húsa við Austurbrú.
  • Lagt er til að fyrirhuguð viðbygging við Hafnarstræti 82 verði sunnan við húsið en þannig myndast torg að norðanverðu sem tengir Hafnarstræti inn í nýju byggðina.
  • Gatan á milli Hafnarstrætis 80 og Austurbrúar 10-12 verði felld niður og í staðinn verður gönguleið og garðar milli húsa.

Stefnt er að því að byggja 60-70 nýjar íbúðir á svæðinu, auk íbúðahótels með 16-20 íbúðum og verslunar- og þjónustustarfsemi á neðstu hæð.

Frestur til að gera athugasemd við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 23. júní 2021. Athugasemdum er hægt að skila með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram eða skriflega til skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9.

Sjá frétt um málið frá 19. maí. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan