Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, niðurstaða bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 18. október 2011 samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, vegna fyrirhugaðrar lengingar
á varnargarði við Hofsbót.
Breytingin felur í sér að svigrúm verði fyrir endurbætur á hafnaraðstöðu í Torfunefshöfn. Um er að ræða lengingu
grjótgarðs á hafnarsvæði 2.41.6 H um 20 m til suðvestur sem skýla mun smábátahöfninni í Hofsbót, norðan
Torfunefsbryggju.
Smábátahöfn við Torfunef, breyting á Aðalskipulagi Akureyrar
1005-1018
Breytingin telst óveruleg og hefur fengið meðferð skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagsdeildar, 3.
hæð í Ráðhúsi Akureyrar.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 9. nóvember 2011,
Arnar Birgir Ólafsson, verkefnisstjóri skipulagsmála