Naustahverfi, reitur 28 og Naustagata. Deiliskipulag

Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi í Naustahverfi, reit 28 og Naustagötu.

Tillagan fjallar um reit á brekkubrúninni sunnan kirkjugarðs, milli Miðhúsabrautar og Naustabæja. Um svæðið liggur Naustabraut til suðurs frá hringtorgi á Miðhúsabraut. Vestur af henni liggur Naustagata. Ofan fyrrnefndu götunnar gerir tillagan ráð fyrir 6 nýjum lóðum fyrir einbýlishús en fyrir er eitt einbýlishús. Meginhluti reitsins liggur neðan Naustabrautarog er þar gert ráð fyrir 23 einbýlishúsalóðum og einni raðhúsalóð.

Með gildistöku skipulagsins fellur eldra skipulag af sama svæði úr gildi.

Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 1. ágúst 2007 - 12. september 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.

Greinargerð

Deiliskipulagstillaga

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 12. september 2007 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

           1. ágúst 2007
            Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarkaupstaðar.
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan