Tillagan fjallar um breytingar á skólalóð grunnskóla sem sameinast við lóð leikskólans sem þar er fyrir og aðrar eftirfarandi breytingar:
Lóðir leikskólans og grunnskólans verða sameinaðar. Stærð lóðar er um 2.52 ha eftir sameiningu. Lega lóðarveggja er breytt sem og lega stofnstígs norðvestan grunnskólalóðar þar sem hluti götunnar Hólmatúns er lögð niður. Kvöð er um göngustíg og gangandi umferð milli leik- og grunnskólans. Á milli skólanna er yfirbyggt upphitað torg. Bílastæði við Lækjartún eru felld niður. Byggingarreitur grunnskóla stækkar til suðurs. Gert er ráð fyrir 105 bílastæðum.
Tillöguuppdráttur mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 1. ágúst 2007 - 12. september 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Deiliskipulagstillaga
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 12. september 2007 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
1. ágúst 2007
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarkaupstaðar.