Viðbótarlífeyrissparnaður 4% frá 1. júlí 2014
Frá og með 1. júlí 2014 fellur úr gildi tímabundin lögbundin lækkun á heimild launþega til frádráttar iðgjalda til séreignarsparnaðar frá tekjuskattsstofni.
Launþegum verður því á ný kleift að greiða allt að 4% af launum í viðbótarlífeyrissparnað í stað 2% áður. Mótframlag launagreiðenda verður eftir sem áður allt að 2% gegn samsvarandi framlagi launþega.
Iðgjöld þeirra sem voru við lagabreytinguna með í gildi samning um að greiða 4% af launum í viðbótarlífeyrissparnað, hækka sjálfkrafa úr 2% í 4%.
23.06.2014 - 13:18
Lestrar 387