Gönguleiðir í Kjarnaskógi
Þriðjudaginn 24. júní kl. 17:30 ætlar heilsuráð Akureyrarbæjar að standa fyrir gönguferð um Kjarnaskóg fyrir starfsfólk
bæjarins.
Í boði verða tvær gönguleiðir. Annars vegar styttri leið sem kemur til með að taka ca. hálftíma og hins vegar leið sem tekur um
klukkustund.
Skógræktarfélag Eyfirðinga mun segja frá skóginum í stuttu máli og veita leiðsögn í lengri leiðinni.
Leiðsögumaður mun einnig fylgja hópnum sem fer styttri leiðina.
Heilsuráð hvetur alla vinnustaði til þess að nýta tækifærið og njóta útivistar saman í góðum félagsskap.
Að sjálfsögðu eru vinir og vandamenn velkomnir með.
Mæting er við Kjarnakot – bílastæðið neðst.
Vonandi sjá sér sem flestir fært að mæta.
Heilsuráð,
Alma, Ellert og Karl