Hjólað í vinnuna hefst miðvikudaginn 7. maí og stendur til þriðjudagsins 27. maí.
Skráning fer fram á www.hjoladivinnuna.is.
Eins og undanfarin ár veitir íþróttaráð Akureyrarbæjar viðurkenningar til vinnustaða bæjarins fyrir góða frammistöðu.
Í fyrra fengu Síðuskóli og Öldrunarheimilið Hlíð viðurkenningu en árið 2012 Amtsbókasafnið, Leikskólinn Pálmholt
og Síðuskóli.
Allar upplýsingar um skráningu og þátttöku er að finna á vefnum www.hjoladivinnuna.is
Starfsfólk á vinnustöðum Akureyrarbæjar er hvatt til að fjölmenna til leiks.