Frá fundi heilsueflingarnefnda
Í Velferðarstefnu Akureyrarbæjar fékk Heilsuráð Akureyrarbæjar það verkefni að vinna að því að á
vinnustöðum verði stofnaðar heilsueflingarnefndir. Samkvæmt stefnunni er hlutverk þeirra að stuðla að heilsueflingu og góðu vinnuumhverfi auk
þess að vera tengiliðir við Heilsuráð Akureyrarbæjar.
Fimmtudaginn 22. maí stóð Heilsuráð Akureyrarbæjar fyrir fundi með heilsueflingarnefndum vinnustaða Akureyrarbæjar.
Á fundinum fóru fulltrúar í Heilsuráði Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Karl Guðmundson
framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar yfir hlutverk nefndanna, ræddar voru hugmyndir um hvernig best sé að stuðla að heilbrigði starfsmanna
Akureyrarbæjar og lagðar voru fram upplýsingar sem geta gagnast nefndunum í þeirra vinnu. Auk þess sagði Ingunn H. Bjarnadóttir
verkefnastjóri á Starfsmannaþjónustu frá vinnu heilsueflingarnefndar í ráðhúsinu.
Á fundinum var ákveðið var að útbúa hugmyndabanka sem heilsueflingarnefndir á vinnustöðum geta nýtt sér. Heilsuráð
mun á næstu mánuðum standa fyrir viðburðum sem stuðla að heilsueflingu starfsmanna í samvinnu við nýstofnaðar heilsueflinganefndir og er
stefnan að bjóða upp á a.m.k. einn viðburð í mánuði.
Um 50 manns mættu á fundinn og góðar umræður fóru fram.
Hér má finna upplýsingar
frá fundinum.