Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að hækka laun unglinga í Vinnuskóla Akureyrarbæjar
sumarið 2014 um 3,7% til samræmis við þá hækkun sem varð á launaflokki 115 í kjarasamningi Einingar-Iðju.
Þannig mun tímavinnukaup 14 ára unglinga verða 382 kr., 15 ára 436 kr. og 16 ára 573 kr. Ofan á þetta leggst 10,17% orlof. Einnig var
samþykkt að fjölga vinnustundum sem í boði eru hjá hverjum árgangi. Tímar hjá 14 og 15 ára verða alls 105 sumarið 2014 en voru
áður 90 hjá hvorum árgangi. Tímar hjá 16 ára verða alls 180 en voru á sl. ári alls 144.
Bæjarráð mun endurskoða laun í vinnuskóla sumarið 2014 þegar kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga við Einingu-Iðju
liggur fyrir.