Virkið þjónustu- og ráðgjafasetur

Graphic displaying the institutions that collaborate to offer Virkið

Virkið, þjónustu- og ráðgjafasetur er þverfaglegur samstarfsvettvangur fjórtán aðila á Akureyrar- og Eyjafjarðarsvæðinu og er meginmarkmiðið að grípa ungmenni sem falla milli kerfa og veita þeim heildstæðari þjónustu. Starfsemi Virkisins miðar að því að aðstoða ungmenni, á aldrinum 16-30 ára, sem þurfa á samfelldri þjónustu að halda vegna atvinnuleitar, skólagöngu, endurhæfingar eða annarrar meðferðar.

Virkið býður upp á einstaklingsmiðaða ráðgjöf með það að markmiði að bæta líðan og efla virkni ungmenna í samfélaginu.

Virkið starfar sem þjónustuborð á Eyjafjarðarsvæðinu með hagsmuni einstaklinga á aldrinum 16-30 ára að leiðarljósi. Markmið okkar er að bæta þjónustu við ungt fólk á krossgötum með því að auðvelda aðgengi ungmenna, veita snemmtæka íhlutun, minnka líkur á að fólk falli á milli kerfa, samþætta þjónustu og úrræði, auðvelda tilvísunaraðilum að koma málum í réttan farveg og móta virkniúrræði.

Virkið er til húsa í Íþróttahöll Akureyrar með nýja og hlýlega aðstöðu þar sem við bjóðum upp á einstaklings viðtöl, gott aðgengi að tölvum, aðstoð við ferilskráargerð, starfsleit, nám o.m.fl.

Starfsfólk:
Orri Stefánsson
Helga Bergrún Sigurbjörnsdóttir

Mynd af aðstöðu í Virkinu
Mynd af eldhúshorni í Virkinu
Mynd af sófahorni í Virkinu
Síðast uppfært 03. september 2024