Nr. 13/2012 auglýsing um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað - Deiliskipulagið Dalsbraut, frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 6.desember 2011 í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulag fyrir Dalsbraut, frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut.

Deiliskipulagið felur í sér að tengibrautin Dalsbraut heldur áfram frá núverandi aðkomuvegi Lundarskóla, þveri Skógarlund og tengist Miðhúsabraut um núverandi hringtorg við Kjarnagötu. Lenging Dalsbrautar er um 800 metrar en í tillögunni er einnig gert ráð fyrir jarðvegsmönum, gönguljósum og göngu- og hjólreiðastígum.

Með auglýsingu þessari falla jafnframt úr gildi tvö eldri deiliskipulög innan skipulagssvæðisins ásamt síðari breytingum. Þau eru eftirfarandi:
Grenilundur (Kjarrlundur og Barrlundur), uppdráttur samþykktur af Skipulagsstjóra ríkisins 5. ágúst 1993.
Þrastarlundur, greinargerð og uppdráttur samþykktur af Skipulagsstjóra ríkisins 12. september 1995.

Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 37.-42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eins og skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Akureyrarkaupstaðar,

Arnar Birgir Ólafsson, verkefnastjóri skipulagsmála

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan