Nr. 1087/2011 auglýsing um óverulega breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, stækkun hafnarsvæðis við Torfunef

Skipulagsstofnun staðfesti þann 16. nóvember 2011 breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, sem samþykkt var í bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar þann 18. október 2011.

Niðurstaða sveitarstjórnar var auglýst 9. nóvember 2011. Breytingin felst í að hafnarsvæði við Torfunef er stækkað um 170 m². Heildarflatarmál hafnarsvæðis er fært í yfirlitstöflu í greinargerð aðalskipulagsins.
Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

 

Skipulagsstofnun, 16. nóvember 2011.

Stefán Thors.

Erna Hrönn Geirsdóttir.

B-deild - Útgáfud.: 30. nóvember 2011

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan