Kjalarsíða 1. Breyting á deiliskipulagi

Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. tillögu að breytingu á deiliskipulagi á svæði sem afmarkast af Bugðusíðu í austri, lóð leikskólans Síðusels í vestri og Kjalarsíðu í norðri.

Aðalskipulag

Í gildandi aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 er lóðin skilgreind sem verslunar- og þjónustulóð, sem blanda af íbúðum, verslun og þjónustu. Í skipulagsákvæðum ASAK05 er gert ráð fyrir allt að 40 íbúðum á reitnum.

Deiliskipulag

Breytingartillagan felur m.a. í sér að heimilt verði að vera með allt að 60 einstaklingsherbergi fyrir stúdenta í stað 56 og eða allt að 40 almennar íbúðir í stað 38 ásamt byggingarreit fyrir reiðhjólaskýli.

Lýsing á deiliskipulagsbreytingu og skilmálum

1. Heimilt er að vera með allt að 60 einstaklingsherbergi fyrir stúdenta í stað 56 og eða allt að 40 almennar íbúðir í stað 38.

2. Bílastæðum fjölgar úr 58 í 60 stk.

3. Heimilt er að byggja reiðhjólaskýli á lóðinni fyrir allt að 40 reiðhjól. Hámarkshæð skýlis er 3.0m, þakform og lokun útveggja er frjáls.

4. Húsnúmerum er breytt til samræmis við samþykkt bæjarstjórnar þ. 16.september 2008.

5. Önnur af tveimur innkeyrslum inná lóð fellur út.

Tillöguuppdrættir munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 1. júlí til 12. ágúst 2009, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur.

Kjalarsíða 1 - deiliskipulagsuppdráttur

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 12. ágúst 2009 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

1. júlí 2009

Skipulagsstjóri Akureyrarbæjar



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan