Hafnarsvæði í Krossanesi, breyting á deiliskipulagi - Lokið

Deiliskipulag eftir breytingu
Deiliskipulag eftir breytingu

Akureyrarkaupstaður auglýsir hér með tillögur að deiliskipulagsbreytingum skv. skipulagslögum nr. 123/2010

Hafnarsvæði í Krossanesi, breyting á deiliskipulagi

Svæðið sem deiliskipulagið nær til er athafnasvæði Becromal Properties ehf. í Krossanesi. Í tillögunni er gert ráð fyrir að lóð og byggingarreitur stækki til suðvesturs vegna fyrirhugaðrar stækkunar aflþynnuverksmiðjunnar.

Krossaneshagi B áfangi

Um er að ræða breytingu á afmörkun deiliskipulagsins. Vegna breytinga á deiliskipulaginu ,,Hafnarsvæði í Krossanesi" færist Krossanesbraut til vesturs. Breytingin felur í sér að hluti gildandi skipulags er felldur úr gildi.

Hafnarsvæðið í Krossanesi, Krossanes 4, breyting á deiliskipulagi

Umhverfisskýrsla

Krossaneshagi B áfangi

Tillöguuppdrættirnir ásamt umhverfisskýrslu munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 2. nóvember til 15. desember 2011, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir.

Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16.00 fimmtudaginn 15. desember 2011 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð, og/eða í tölvupósti (arnarb@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan