Dalsbraut, frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut, deiliskipulag

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 6. desember 2011 samþykkt deiliskipulag fyrir Dalsbraut, frá  Þingvallastræti að miðhúsabraut. Svæðið sem deiliskipulagið nær til er götustæði Dalsbrautar frá Þingvallastræti í norðri að Miðhúsabraut í suðri ásamt nokkrum fullbyggðum íbúðasvæðum sem liggja að götustæðinu.

Tillagan var auglýst 28. september með athugasemdafresti til 10. nóvember 2011. Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaðinu, Fréttablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is/skipulagsdeild. Athugasemdum sem bárust á auglýstum athugasemdartíma var svarað á fundi skipulagsnefndar þann 30.  nóvember 2011.  Vegna athugasemdanna voru gerðar breytingar á áður auglýstum gögnum. Helstu breytingarnar eru eftirfarandi:

- Fallið er frá því að gera nýja aðkomu að Lundarskóla norðan við Heiðarlund 8. Vegna þessa hliðrast gönguljós og stígatengingar um 40 m til norðurs.

-  Gerðar eru lagfæringar á útfærslu núverandi vegtengingar frá Dalsbraut að Lundarskóla.

-  Sett er kvöð um girðingu á þeirri hlið æfingasvæðis KA sem snýr að Dalsbraut.

-  Bætt er við skilmálum um hámarkshæð bygginga á þegar byggðum lóðum.

-   Breytt er áhrifum núverandi ástands (núll kosts) á umhverfisþáttinn samgöngur úr neikvæðum í óveruleg í umhverfisskýrslu deiliskipulagsins.

Hér fyrir neðan eru þau gögn sem samþykkt hafa verið

Greinargerð

Deiliskipulag norðurhluti

Deiliskipulag suðurhluti

Skýringarmynd

Húsakönnun

Hljóðskýrsla

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á skipulagsdeild Akureyrarkaupstaðar. Hverjum þeim sem telur á rétt sinn hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála með kæru sbr. 5. mgr 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

F.h. Akureyrarkaupstaðar

Arnar Birgir Ólafsson, verkefnastjóri skipulagsmála

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan