Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

1000. fundur 16. janúar 2025 kl. 13:00 - 13:30 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Rebekka Rut Þórhallsdóttir fulltrúi skipulags- og byggingarmála ritaði fundargerð
  • Ólafur Elvar Júlíusson verkefnastjóri byggingarmála
  • Katrín Rós Ívarsdóttir verkefnastjóri fasteignaskráningar
Fundargerð ritaði: Rebekka Rut Þórhallsdóttir fulltrúi skipulags- og byggingarmála
Dagskrá

1.Hlíðarvellir 1 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gámum

Málsnúmer 2025010938Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. janúar 2025 þar sem Arnþór Tryggvason f.h. atNorth ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir fimm gámum undir skrifstofur á lóð nr. 1 við Hlíðarvelli. Innkomin gögn eftir Arnþór Tryggvason.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

2.Torfunef 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - umfangsflokkur 2

Málsnúmer 2025010823Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. janúar 2025 þar sem Hallur Kristmundsson f.h. Hafnasamlags Norðurlands sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir byggingu þjónustuhúss fyrir Hafnasamlag Norðurlands á lóð nr. 1 við Torfunef. Innkomin gögn eftir Hall Kristmundsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

3.Hríseyjargata 22 - umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2024111482Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. nóvember 2024 þar sem Júlía Þrastardóttir sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám innan lóðar nr. 22 við Hríseyjargötu. Erindið fór fyrir skipulagsráð 15. janúar 2025 sem veitti neikvæða umsögn.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu.

Fundi slitið - kl. 13:30.