Fimmtudaginn 26. janúar verður haldinn kynningarfundur um endurskoðun á deiliskipulagi fyrir tjaldsvæðisreitinn við Þórunnarstræti en stefnt er að því að þar verði blönduð íbúðabyggð með nýrri heilsugæslustöð og annarri þjónustu. Fundurinn verður haldinn í Íþróttahöllinni og hefst kl. 17, gengið inn um aðalinngang að sunnanverðu.
23.01.2023 - 11:10 Almennt|Fréttir frá AkureyriRagnar HólmLestrar 373
Laus eru til umsóknar tvö pláss hjá AkureyrarAkademíunni án endurgjalds með stuðningi frá Akureyrarbæ. Um er að ræða góða aðstöðu til að vinna að nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefnum í skapandi umhverfi.
19.01.2023 - 14:35 Almennt|Fréttir frá AkureyriRagnar HólmLestrar 264
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli fékk í morgun til umráða tvo glænýja og öfluga snjótroðara sem verða komnir á beltin og byrjaðir að troða strax á morgun. Talsvert hefur snjóað síðustu daga og voru snjóhengjur á efstu fjallabrúnum ekki álitlegar. Snemma í morgun var því gripið til þess ráðs að nota litlar sprengjur til að setja af stað snjóflóð. Fjögur snjóflóð hlupu af stað og var eitt þeirra sýnu stærst eða á að giska 200 metrar á breidd. Vonast er til að þessar aðgerðir dragi mjög úr snjóflóðahættu og auki öryggi skíðafólks til mikilla muna.
18.01.2023 - 13:58 Almennt|Fréttir frá AkureyriRagnar HólmLestrar 549
Háskólasvæði - Drög að tillögu að breytingu á deiliskipulagi
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar kynnir hér með skv. 4.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri.
18.01.2023 - 11:27 Auglýstar tillögur|Skipulagssvið|Auglýsingar á forsíðuLestrar 595