Árshlutareikningur fyrir A- og B-hluta Akureyrarbæjar fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2019 var lagður fram í bæjarráði í gær. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á fyrri hluta ársins var neikvæð um 449,4 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir að rekstrarhalli yrði 449,2 milljónir króna á tímabilinu. Afkoma samstæðunnar á fyrri hluta ársins er því samkvæmt áætlun.
Allsherjar endurbótum á B-álmu Glerárskóla er lokið. Í tilefni af því verður opið hús í dag, föstudag, og eru allir velkomnir að koma og skoða nýja og glæsilega aðstöðu.
Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030, niðurstaða bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 3. september 2019 samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna afmörkunar svæðis til efnistöku við Glerárós.
Stórþing ungmenna 2019 var haldið föstudaginn 6. september à LÝSU - Rokkhátíð samtalsins. Þátttakendur voru rétt um 140 og komu úr öllum grunnskólum Akureyrar og báðum framhaldsskólunum.
Eyþing stendur fyrir stórfundi um mótun nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra fyrir árin 2020-2024 í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi fimmtudaginn 19. september kl. 16-19.