Vel heppnuð A! Gjörningahátíð
A! Gjörningahátíð var haldin í fimmta sinn á Akureyri um síðustu helgi og sáu yfir 1.500 áhorfendur þá gjörninga sem í boði voru. A! var að venju með alþjóðlegum blæ enda komu erlendir listamenn sérstaklega til landsins til að taka þátt í hátíðinni. Alls voru listamennirnir 28, af 8 þjóðernum og gjörningarnir samtals 20. Þeir voru af fjölbreyttum toga og lengd þeirra allt frá 11 mínútum upp í 64 klukkustundir.
17.10.2019 - 11:09
Almennt
Ragnar Hólm
Lestrar 117