Yfirlit frétta

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Fiskeafmælinu fagnað

Fiskeafmælinu fagnað

Í gær, 11. nóvember, var haldið upp á fæðingardag velgjörðarmanns Grímseyinga, Bandaríkjamannsins Daniels Willards Fiske, en sá dagur er ávallt haldinn hátíðlegur í Grímsey. Haldið var kaffisamsæti í félagsheimilinu Múla kl. 18.00, boðið upp á heitt súkkulaði og bakkelsi, lesið ágrip um Fiske sem var fæddur 1831 og gluggað i gömul albúm úr skólanum. Kvenfélagið Baugur hefur séð um skipulagið á hátíðinni óslitið frá stofunn félagsins árið 1957. Mjög góðmennt en fámennt var úti í eyju í gær eða einungis 10 manns að þessu sinni.
Lesa fréttina Fiskeafmælinu fagnað
Vika barnsins að hefjast

Vika barnsins að hefjast

Vika barnsins hefst á Akureyri á morgun og er markmiðið að vekja athygli á málefnum barna.
Lesa fréttina Vika barnsins að hefjast
Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson

Ingibjörg og Þórhallur í viðtalstíma

Viðtalstímar bæjarfulltrúa eru haldnir tvisvar í mánuði á fimmtudögum frá kl. 17:00 til 19:00 á tímabilinu september til maí.
Lesa fréttina Ingibjörg og Þórhallur í viðtalstíma
Skýrsla um uppbyggingu íþróttamannvirkja

Skýrsla um uppbyggingu íþróttamannvirkja

Nú liggur fyrir skýrsla starfshóps um nýframkvæmdir íþróttamannvirkja Akureyrarbæjar.
Lesa fréttina Skýrsla um uppbyggingu íþróttamannvirkja
Sigurhæðir til leigu

Sigurhæðir til leigu

Akureyrarstofa auglýsir til leigu Sigurhæðir á Akureyri. Húsið lét þjóðskáldið, séra Matthías Jochumsson, reisa árið 1903 en það er einlyft timburhús með risi. Húsið stendur á steinhlöðnum kjallara og miðjukvistur með risþaki eru á vestur- og austurhlið. Viðbyggingar eru við þrjár húshliðar, anddyri með valmaþaki við norðurstafn, inngönguskúr með skúrþaki við bakhlið og forstofa með valmaþaki við suðurstafn.
Lesa fréttina Sigurhæðir til leigu
Björg Sigurvinsdóttir, skólastjóri Lundarsels.

40 ára afmælisveisla á Lundarseli

Í tilefni 40 ára afmælis leikskólans Lundarsels var blásið til veislu í dag.
Lesa fréttina 40 ára afmælisveisla á Lundarseli
Nýttu betur það sem til fellur

Nýttu betur það sem til fellur

Evrópska nýtnivikan verður haldin á Akureyri öðru sinni 16.-24. nóvember nk. Nýtnivikan er samevrópskt átak sem ætlað er að vekja fólk til vitundar um nauðsyn þess að draga úr úrgangi, m.a. með því að lengja líftíma hluta, samnýta og stuðla almennt að því að hlutir öðlist framhaldslíf frekar en að enda sem úrgangur.
Lesa fréttina Nýttu betur það sem til fellur
Karl-Werner sýnir Ásthildi kortin sem gefin voru í gær.

Einstök Íslandskort

Það var stór stund á Minjasafninu á Akureyri í gær þegar Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, tók við 16 fornum Íslandskortum sem Karl-Werner Schulte færði Akureyrarbæ að gjöf.
Lesa fréttina Einstök Íslandskort
Halla Margrét Tryggvadóttir veitir viðurkenningu Jafnréttisvogarinnar viðtöku úr hendi Elizu Reid.

Akureyrarbær fékk viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2019

Akureyrarbær var í gær annað tveggja íslenskra sveitarfélaga til að hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2019. Viðurkenningarathöfn fór fram á Grand Hótel í Reykjavík og veitti Halla Margrét Tryggvadóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Akureyrarbæjar, þeim viðtöku fyrir hönd sveitarfélagsins.
Lesa fréttina Akureyrarbær fékk viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2019
Lóð við Glerárskóla, skólasvæðið við Höfðahlíð, Hlíðarhverfi – suðurhluti og Glerárgil – neðsti hlut…

Lóð við Glerárskóla, skólasvæðið við Höfðahlíð, Hlíðarhverfi – suðurhluti og Glerárgil – neðsti hluti - niðurstaða bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 15. október 2019 samþykkt eftirfarandi skipulagsáætlanir:
Lesa fréttina Lóð við Glerárskóla, skólasvæðið við Höfðahlíð, Hlíðarhverfi – suðurhluti og Glerárgil – neðsti hluti - niðurstaða bæjarstjórnar
Blöndulína 3 - opinn fundur 7.11 kl. 19:30

Blöndulína 3 - opinn fundur 7.11 kl. 19:30

Landsnet verður með opinn kynningarfund um Blöndulínu 3 á fimmtudaginn kemur í Hlíðarbæ, Hörgársveit kl. 19:30-21:00.
Lesa fréttina Blöndulína 3 - opinn fundur 7.11 kl. 19:30