Ársreikningur 2020: Þungur rekstur í samræmi við áætlun
Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2020 var lagður fram í bæjarráði í gær. Rekstur samstæðu Akureyrarbæjar var þungur á árinu en gekk í meginatriðum í samræmi við áætlun ársins.
Samið við Heilsuvernd um rekstur hjúkrunarheimila á Akureyri
Síðdegis í gær staðfesti heilbrigðisráðherra samning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Heilsuverndar Hjúkrunarheimila ehf. þess efnis að félagið taki við rekstri hjúkrunarheimila á Akureyri (Öldrunarheimila Akureyrar) frá og með 1. maí nk.
15.04.2021 - 16:35 Fréttir frá AkureyriRagnar HólmLestrar 371
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að taka upp gjaldskyldu á bílastæðum í miðbæ Akureyrar. Stefnt er að því að nýtt fyrirkomulag taki gildi í lok sumars.
Akureyringar eru minntir á að notkun nagladekkja er almennt bönnuð á Íslandi frá og með 15. apríl til og með 31. október nema aðstæður gefi tilefni til annars.
Á þessu ári er gert ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist við að minnsta kosti 220 nýjar íbúðir á Akureyri á byggingarhæfum lóðum sem þegar hefur verið úthlutað.
Lundarskóli - útboð á endurbótum á B álmu og inngarði
Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í endurbætur á B álmu og inngarði í Lundarskóla á Akureyri auk endurbóta á þaki og þakrými samkvæmt útboðsgögnum.
Framkvæmdir eru hafnar við endurbætur á gönguleiðum í Listagilinu. Endurgera á alla gangstéttina sunnan megin, frá gatnamótum Eyrarlandsvegar og niður að torginu fyrir framan hótel KEA.