Vilja hafa áhrif á framtíð Norðurslóða
Fulltrúar á fundi Samtaka bæjar- og sveitarstjóra á Norðurslóðum (The Arctic Mayors' Forum, AMF), sem haldinn var með fjarfundabúnaði á mánudag, hvetja Norðurskautsráðið (The Arctic Council) til nánara samráðs við sveitarstjórnir um framtíð og þróun mála á Norðurslóðum. Fólk á Norðurslóðum stendur frammi fyrir þeirri áskorun að innleiða vistvænar lausnir til að glíma við afleiðingar loftlagsbreytinga og því ætti rödd þess að vega þungt innan Norðurskautsráðsins og vinnuhópa þess.
12.05.2021 - 14:01
Fréttir frá Akureyri
Lestrar 146