Yfirlit frétta

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Ásthildur Sturludóttir þakkar Karl-Werner Schulte þessa höfðinglegu gjöf til sveitarfélagsins.

Karl-Werner Schulte kom færandi hendi

Bæjarstjórinn á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir, veitti í gær viðtöku fyrir hönd Akureyrarbæjar 50 einstökum Íslandskortum sem bætast við glæsilegt safn fágætra korta sem hjónin dr. Karl-Werner Schulte og eiginkona hans dr. Gisela Daxbök-Schulte færðu Akureyrarbæ árið 2014. Gisela lést árið 2019 og hvílir í kirkjugarðinum í Lögmannshlíð á Akureyri.
Lesa fréttina Karl-Werner Schulte kom færandi hendi
Byggingarsvæði nýs hverfis í Holtahverfi á Akureyri.

Holtahverfi norður áfangi 1, gatnagerð og lagnir - Niðurstöður útboðs

Í október óskaði umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar (UMSA), fyrir hönd Akureyrarbæjar, Norðurorku, Mílu og Tengis, óskar eftir tilboðum í jarðvegsskipti og lagningu fráveitulagna, hitaveitulagna, vatnslagna, rafstrengja, fjarskiptalagna og ídráttarröra í götur og stíga í Holtahverfi á Akureyri. Einnig í uppsetningu ljósastaura og tengikassa.
Lesa fréttina Holtahverfi norður áfangi 1, gatnagerð og lagnir - Niðurstöður útboðs
Bílastæði í miðbæ Akureyrar.

Stýring bílastæða á Akureyri 2021-2026 - niðurstaða útboðs

Í september sl. óskaði umhverfis- og mannvirkjasvið, fyrir hönd Akureyrarbæjar, eftir tilboðum í eftirlitslausn bílastæða á Akureyri fyrir árin 2021-2026. Um tvö útboð var að ræða, annars vegar eftirlitslausn og hins vegar kaup á stöðumælum.
Lesa fréttina Stýring bílastæða á Akureyri 2021-2026 - niðurstaða útboðs
Lundarskóli Akureyri

Lundarskóli - niðurstöður útboðs á endurbótum á B álmu og inngarði

Í apríl sl. óskaði umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar eftir tilboðum í endurbætur á B álmu og inngarði í Lundarskóla á Akureyri auk endurbóta á þaki og þakrými. Um er að ræða um 2.000 m² í endurbótum og 800 m² uppbyggingu á inngarði.
Lesa fréttina Lundarskóli - niðurstöður útboðs á endurbótum á B álmu og inngarði
Íþróttamiðstöð Giljaskóla

Útboð á utanhúsmálun og múrviðgerðum og sílanburði 2021 - Niðurstöður útboðs

Í apríl sl. óskaði umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar eftir tilboðum í utanhússmálun og múrviðgerðir á Amtsbókasafni og íþróttahúsi Síðuskóla. Einnig var óskað eftir tilboðum í sílanburð á Hofi menningarhúsi, íþróttamiðstöð Giljaskóla og stúku á Þórsvelli.
Lesa fréttina Útboð á utanhúsmálun og múrviðgerðum og sílanburði 2021 - Niðurstöður útboðs
Akureyrarbær

Yfirborðsmerkingar gatna 2021-2023 - Niðurstaða útboðs

Í apríl sl. óskaði umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar eftir tilboðum í yfirborðsmerkingar gatna á Akureyri fyrir árin 2021-2023. Um tvö útboð var að ræða, annars vegar yfirborðsmerkingar með mössun, sprautuplasti og málningu og hins vegar stakar merkingar.
Lesa fréttina Yfirborðsmerkingar gatna 2021-2023 - Niðurstaða útboðs
Frá málstofu um það sem læra má af Covid-19 faraldrinum sem haldin var á Arctic Circle og skipulögð …

Skýrsla bæjarstjóra 6/10-19/10/2021

Gerð fjárhagsáætlunar stendur nú sem hæst og er í mörg horn að líta enda hefur furðulegt árferði vegna heimsfaraldurs sett strik í reikninginn og sniðið okkur ansi þröngan stakk. Ég hef á síðustu vikum setið ófáa fundi með sviðsstjórum og öðrum lykilstarfsmönnum sveitarfélagsins þar sem rýnt er í alla þætti í rekstrinum en þeirri vinnu þarf að vera lokið á allra næstu vikum.
Lesa fréttina Skýrsla bæjarstjóra 6/10-19/10/2021
Miðgarðakirkja í Grímsey. Mynd: Friðþjófur Helgason.

Skýrsla bæjarstjóra 22/9-5/10/2021

Tíminn flýgur áfram og sífellt meiri þungi færist nú í undirbúning stjórnsýslubreytinga hjá sveitarfélaginu þar sem að mörgu er að hyggja og stuttur en þó nægur tími til stefnu. Fundir með sviðsstjórum og öðrum sem að málinu koma hafa því verið þónokkuð margir síðustu vikurnar og verður svo áfram.
Lesa fréttina Skýrsla bæjarstjóra 22/9-5/10/2021
Nýr rekstrarsamningur Akureyrarbæjar og Siglingaklúbbsins Nökkva undirritaður. Tryggvi Jóhann Heimis…

Skýrsla bæjarstjóra 8/9-21/9/2021

Áfram er nú unnið að þeim umtalsverðu skipulags- og stjórnsýslubreytingum sem standa fyrir dyrum hjá Akureyrarbæ. Undirbúningnum miðar vel en að sjálfsögðu þarf að halda tryggilega um alla þræði og það er í mörg horn að líta. Síðustu vikurnar hef ég setið ófáa vinnufundi vegna þessa og einnig vegna fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar sem tengist óhjákvæmilega þessum breytingum með ýmsum hætti.
Lesa fréttina Skýrsla bæjarstjóra 8/9-21/9/2021
Arnar Þórsson viðskiptasjóri AVIS/Zipcar, Arnþór Jónsson sölustjóri, Sverrir Guðmundsson verkefnastj…

Fyrsti deilibíllinn tilbúinn til notkunar

Zipcar deilibíll er kominn til Akureyrar og er tilbúinn til notkunar fyrir íbúa, starfsfólk fyrirtækja og gesti bæjarins. Deilibíllinn er staðsettur í miðbænum, á horni Skipagötu og Hofsbótar.
Lesa fréttina Fyrsti deilibíllinn tilbúinn til notkunar
Akureyrarbær styrkir kaup á nýjum snjótroðara

Akureyrarbær styrkir kaup á nýjum snjótroðara

Bæjarráð hefur samþykkt að Akureyrarbær leggi söfnun fyrir nýjum snjótroðara í Kjarnaskógi lið með 15 milljóna króna styrk.
Lesa fréttina Akureyrarbær styrkir kaup á nýjum snjótroðara