Vinabæjarsamstarfi við Múrmansk slitið

Ráðhúsið á Akureyri. Mynd: Bjarki Brynjólfsson.
Ráðhúsið á Akureyri. Mynd: Bjarki Brynjólfsson.
Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag að slíta vinabæjarsamstarfi við Múrmansk í Rússlandi og að Akureyrarbær segi sig úr Northern Forum samtökunum sem eru að stærstum hluta samtök sveitarfélaga í Rússlandi.
 
Áður hafði verið fjallað um málið í bæjarráði en ályktun bæjarstjórnar er þessi:
 
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að taka undir bókun bæjarráðs, sem fordæmir innrás rússneskra stjórnvalda í Úkraínu og samþykkir þess vegna að slíta vinabæjarsamstarfi við Múrmansk. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að Akureyrarbær segi sig úr samtökunum Northern Forum.
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan