Með nýjum viðbótum á heimasíðu Akureyrarbæjar er nú enn auðveldara að fylgjast með fréttum af starfseminni og vakta mál sem eru til umfjöllunar hjá sveitarfélaginu.
Ný frétt í tölvupósti
Á forsíðunni, undir fundargerðum, er kominn nýr kubbur þar sem hægt er að setja netfangið sitt og þar með skrá sig á póstlista. Þeir sem skrá sig fá sendan tölvupóst þegar nýjar fréttir eru birtar á heimasíðunni.

Á svipaðan hátt er nú einnig hægt að fylgjast með einstökum málum sem eru til meðferðar hjá ráðum og nefndum sveitarfélagsins. Er það gert með því að fara inn í tilheyrandi fundargerð og smella á Vakta málsnúmer. Þá færðu tölvupóst ef ný fundargerð kemur inn á heimasíðuna þar sem fjallað er um þetta tiltekna mál. 
Hvaðan er málið að koma?
Með því að smella á málsnúmerið sjálft er hægt að skoða sögu málsins frá upphafi. Þetta getur bæði verið áhugavert og ekki síður gagnlegt til þess að setja umfjöllun eða ákvarðanir um tiltekin mál í samhengi við það sem á undan er gengið.
Þessar viðbætur á heimasíðunni eru eitt skref af mörgum í átt að bættri upplýsingagjöf og þjónustu við íbúa, en það er forgangsmál hjá Akureyrarbæ.