Verkföllum aflýst

Frá undirritun kjarasamnings.
Frá undirritun kjarasamnings.

Samninganefnd BSRB, fyrir hönd 14 aðildarfélaga, skrifaði rétt eftir miðnætti undir nýjan kjarasamning við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga með fyrirvara um samþykki félagsmanna.

Þetta þýðir að boðuðum verkföllum starfsfólks Akureyrarbæjar í stéttarfélaginu Kili hefur verið aflýst. Verkföllin áttu að hefjast í nótt og standa í tvo sólarhringa og hefðu meðal annars haft áhrif á almenningssamgöngur, ferliþjónustu og snjómokstur. 

Samningurinn nær til 7000 félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögunum og gildir frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan