VÆB bræður troðfylltu Hof

Mynd frá Menningarfélagi Akureyrar.
Mynd frá Menningarfélagi Akureyrar.

Húsfyllir var í Menningarhúsinu Hofi í gær þegar VÆB bræður, ásamt hljómsveitinni Skandal, héldu uppi stuðinu á Sumartónum. Kynnar kvöldsins voru París Anna og Rebekka Rut frá Ungmennaráði Akureyrar. 

Sumartónar eru partur af Barnamenningarhátíð á Akureyri sem stendur yfir allan apríl. Fjöldi spennandi viðburða og sýninga sem hvetja börn og ungmenni til virkrar þátttöku í menningarstarfi eru í boði.

Hægt er að skoða viðburðadagatalið á barnamenning.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan