Útivistarleið lokuð vegna framkvæmda við Hólasandslínu 3

Framkvæmdir á vegum Landsnets vegna jarðstrengs Hólasandslínu 3 halda áfram og er nú unnið í tengiholum við útivistar- og reiðstíginn meðfram flugbrautinni og yfir gömlu brýrnar.

Áætlað er að framkvæmdirnar taki í heildina 2-3 vikur.

Útivistarleiðin verður lokuð á meðan unnið verður að tengingum en opnuð að nýju þegar búið verður að ganga frá stígnum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan