Mynd: Auðunn Níelsson.
Fundur var haldinn í bæjarstjórn 6. september s.l. og voru eftirfarandi málefni á dagskrá; breyting á aðalskipulagi vegna lagningar Dalvíkurlínu 2, stefna um íbúasamráð hjá Akureyrarbæ og að lokum skilgreining á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar.
Hægt er að nálgast upptökur af öllum bæjarstjórnarfundum hér á heimasíðunni og hægt að velja að horfa bara á einstaka fundarliði. Upptökurnar eru yfirleitt komnar inn eftir hádegi daginn eftir fund, en þó getur það tekið aðeins lengur ef fundir eru óvenju langir.