Umferðatafir á Miðhúsabraut síðdegis 19. júní

Framkvæmdasvæðið á Miðhúsabraut.
Framkvæmdasvæðið á Miðhúsabraut.

Vegfarendur mega búast við töfum á umferð á Miðhúsabraut frá kl. 17 í dag 19. júní, en þar verður unnið við fræsingu á slitlagi. Opið verður fyrir umferð en hámarkshraði lækkaður og þrengingar settar upp þar sem vinnan stendur yfir hverju sinni. Á meðfylgjandi mynd má sjá merkt með gulu svæðið þar sem vinnan fer fram.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan