Tré fyrir hvern seldan miða

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri með LMA-ingum við sviðsmynd leikritsins í Hofi í gær og samkomula…
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri með LMA-ingum við sviðsmynd leikritsins í Hofi í gær og samkomulagið um gróðursetninguna innsiglað með "fótabandi" eins og vera ber.

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri ætlar í samstarfi við Akureyrarbæ að gróðursetja eitt tré fyrir hvern seldan miða á sýningu Leikfélagsins á verkinu Inn í skóginn.

Þetta er táknrænt og skemmtilegt verkefni með tilvísun í titil leikritsins. Frumkvæðið kom frá LMA sem fékk síðan Akureyrarbæ í lið með sér. Hugmyndin kviknaði fyrst sem hálfgert grín en við nánari skoðun reyndist hún alls ekki svo galin. Leikfélagið hafði samband við Akureyrarbæ og það var ákveðið að þetta yrði að veruleika.

Trén verða gróðursett af LMA-ingum næsta sumar innan bæjarmarka Akureyrar.

LMA vill með þessu hugsa vel um umhverfið, koma menntskælingum í snertingu við náttúruna og skilja eftir sig áþreifanlegar minningar um sýninguna Inn í skóginn.

Nánari upplýsingar um leikritið Inn í skóginn.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan