Sólin skín skært og hefur veðrið hér á Akureyri verið með besta móti síðustu daga og vikur. Því er tilvalið að skella sér í göngu- eða hjólatúr um bæinn í dásamlegu veðri, fara í Kjarnaskóg, Naustaborgir eða ganga upp að Fálkafelli.
Eins og flestir vita skiptir regluleg hreyfing okkur miklu máli og eru allir sem eiga þess kost hvattir til að hreyfa sig og nýta góða veðrið. Aðstaða til útivistar í nágrenni Akureyrar er einstök og hvetjum við íbúa til að nýta fjölbreytt útivistarsvæði sér til heilsubótar. Einnig er þetta kjörið tækifæri til þess að upplifa náttúruna og útivistarperlurnar sem eru að finna á Akureyri og nærumhverfi.
Inn á vef Visit Akureyri er að finna upplýsingar um helstu gönguleiðir hér í kring, því er um að gera að kíkja þar inn og fá innblástur að næstu gönguferð:
Smellið hér til þess að skoða upplýsingar um gönguleiðir.