Með vísan til 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga auglýsir Akureyrarbær hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Naustahverfis, upphaflega samþykktu í bæjarstjórn 23. apríl 2002, síðast breyttu með samþykkt bæjarstjórnar 6. apríl 2004.
Lagt er til að húsgerðir á J-reitum við Skálateig breytist þannig, að í stað eins einbýlishúss og parhúss á hverjum reit komi einnar hæðar raðhús með þremur íbúðum og innbyggðum bílskúrum.
Tillöguuppdráttur og tillaga að breyttum skipulagsskilmálum munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 8. október 2004, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/ undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur.
Skoða tillöguuppdrátt (pdf, 440k)
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 föstudaginn 8. október 2004 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
27. ágúst 2004,
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
Ath: Nauðsynlegt er að hafa nýlega útgáfu af Acrobat Reader til þess að geta skoðað pdf-skjölin sem vísað er til. Hægt er að sækja útgáfu 6 hér:
