Þrjátíu milljóna króna samningur um skylduskil Amtsbókasafnsins

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Lilja D. Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra undirri…
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Lilja D. Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra undirrita samninginn.

Undirritaður hefur verið samningur um að menningar- og viðskiptaráðuneytið veiti Akureyrarbæ 30 milljóna króna styrk sem ætlað er að styðja við hlutverk Amtsbókasafnsins sem er ein af skylduskilastofnunum landsins.

Gildistími samningsins er 2023-2025 og greiðir ráðuneytið samkvæmt honum árlega 10 milljónir króna til Akureyrarbæjar vegna skilaskyldu Amtsbókasafnsins, samtals 30 milljónir króna.

Samningurinn var undirritaður 13. desember í menningar- og viðskiptaráðuneytinu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan