Þrjár deiliskipulagstillögur - Naustahverfi, Safnasvæði að Naustum, Lindasíða

Með vísan til 25. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. auglýsir Akureyrarbær hér með deiliskipulagstillögur fyrir eftirtalin svæði:

1. Naustahverfi, 1. áfangi. Pdf-skjöl: Tillöguuppdráttur - Lýsingaruppdráttur - Greinargerð.
Skipulagssvæðið er 23,7 ha að stærð. Það afmarkast að austan af Þórunnarstræti vestan kirkjugarðs og að norðan af fyrirhuguðum "Mjólkursamlagsvegi" sunnan Teigahverfis.
Tillagan gerir ráð fyrir 327 íbúðum af fjölbreyttri gerð á svæðinu, auk grunnskóla, leikskóla og húsnæðis fyrir þjónustu. Um er að ræða fyrsta áfanga Naustahverfis, um 2.000 íbúða hverfis, sem áætlað er að teygi sig allt frá núverandi byggð sunnan VMA og suður undir Kjarnaskóg.
 

2. Safnasvæði að Naustum. Tillöguuppdráttur (pdf.-skjal) - Greinargerð m. till. (pdf.-skjal)
Skipulagssvæðið er lóð Minjasafnsins í Naustahverfi ásamt umlykjandi opnu svæði, alls um 2,1 ha. Gert er ráð fyrir að helstu núverandi byggingar að Naustum III standi áfram, og að til viðbótar verði reist geymsluhús og verkstæði á lóðinni, ýmist sem aðflutt gömul hús eða nýbyggingar.

 

3. Íbúðarsvæði við Lindasíðu. Tillöguuppdráttur (pdf.-skjal) - Greinargerð með tillögu
Tillagan fjallar um reit milli Hlíðarbrautar og Lindasíðu, sem framlengd verði til suðurs um 80 metra. Reitnum er í meginatriðum skipt upp í tvær lóðir skv. tillögunni, samtals um 1,8 ha, þar sem annarsvegar verði 22 íbúðir í einnar hæðar raðhúsum, og hinsvegar allt að 38 íbúðir í einnar og tveggja hæða keðjuhúsum. Innan marka skipulagsins er einnig opið svæði meðfram Hlíðarbraut, með hljóðmön næst lóðunum.


Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum og frekari skýringargögnum liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 15. febrúar 2002, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir.

Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 1600 föstudaginn 15. febrúar 2002 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

Akureyri, 04. janúar 2002,
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan