Þrettán spennandi verkefni styrkt

Stjórn Akureyrarstofu hefur úthlutað styrkjum til þrettán fjölbreyttra verkefna í tengslum við Barnamenningarhátíð á Akureyri. Í ár verður hátíðin allan aprílmánuð og eru einstaklingar, hópar, fyrirtæki og stofnanir hvött til almennrar þátttöku. Áhugasömum er bent á nánari upplýsingar á barnamenning.is. Opið er fyrir umsóknir um þátttöku í Barnamenningarhátíð á Akureyri til og með 21. mars.

Styrkt verkefni hátíðarinnar í ár eru:

  • Myndlistarverkstæði Gilfélagsins / Gilfélagið
  • Júlí Blaer / Stelpuklúbburinn
  • Podcast smidja Felak og UH / Félagsmiðstöðvar Akureyrar, Ungmennahúsið
  • Stulli stuttmyndahátíð / Ungmennahúsið, Félagsmiðstöðvar Akureyrar
  • Sumartónar / Ungmennaráð Akureyrar
  • Smiðjur í snjóskúlptúrgerð í Hlíðarfjalli / Listhópurinn RÖSK
  • Höfundamót í Hofi - bókaormar og rithöfundar spjalla / Menningarfélag Akureyrar ses.
  • Hæfileikakeppni Akureyrar / Félagsmiðstöðvar Akureyrar
  • Braggaparkið - Opnir Dagar og Hjólabretta Hönnunar Keppni / Eiki Helgason ehf.
  • Ratleikur á Amtsbókasafninu / Félagsmiðstöðvar Akureyrar, Amtsbókasafnið á Akureyri
  • Orgelkrakkar / Listvinafélag Akureyrarkirkju
  • Snjallsmiðja á Amtsbókasafninu / Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, Amtsbókasafnið á Akureyri
  • Dönsum í takt við myndlistina / Listasafnið á Akureyri

Verkefnin verða nánar kynnt síðar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan