Sumarfjör í Skógarlundi 22. júní - 17. júlí

Skógarlundur. Mynd: Enok
Skógarlundur. Mynd: Enok

Boðið verður upp á skemmtilegt frístundastarf fyrir fatlað fólk í húsnæði Skógarlundar á meðan venjubundin starfsemi þar fer í sumarfrí. Sumarfjör er opið öllum 16 ára og eldri og þurfa þátttakendur ekki að hafa sótt þjónustu í Skógarlund áður.

Á virkum dögum frá 22. júní til 17. júlí verður húsið opið kl. 8:15-16:00. Bæði verður skipulögð dagskrá sem inniheldur meðal annars listasmiðju, sögustund og lifandi tónlist, en auk þess verður hægt að taka því rólega, spjalla saman og njóta lífsins í góðum félagsskap. Við lok hvers dags verður búin til kaffihúsastemming og boðið upp á kaffi og kruðerí.

Hér má skoða grunnskipulag Sumarfjörs og hér er dagskrá fyrstu vikunnar.

Hægt er að kaupa hádegismat gegn vægu gjaldi (500 krónur), en óskað er eftir því að gestir skrái sig í hádegismat. Hér er hlekkur á skráningarblað.

Allar nánari upplýsingar og skráning er í síma 848-7388 (Halldór) eða í gegnum netfangið halldor.arason@akureyri.is. Áhugasamir eru einnig hvattir til að fylgjast vel með Facebook-síðu Sumarfjörs. 

 

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan