Stofnfundur Myndlistarfélagsins á laugardaginn í Deiglunni

Laugardaginn 26. janúar klukkan 17 verður stofnfundur Myndlistarfélagsins haldinn í Deiglunni.  Undirbúningsfundur að stofnun félags myndlistarfólks var haldinn í nóvember síðastliðinn og mættu hátt í 30 myndlistarmenn á fundinn. Þar voru hagsmunamál myndlistarfólks á Akureyri og nágrenni rædd og fjölmargar hugmyndir komu fram. Valin var undirbúningshópur að stofnun félagsins og rætt var um að félagið sækti um aðild að Sambandi íslenskra myndlistarmanna.  Undirbúningshópinn skipa þau Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Brynhildur Kristinsdóttir, Gunnar Kr. Jónasson, Þórarinn Blöndal og Hlynur Hallsson. Varamenn eru Arna Valsdóttir, Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Jónas Viðar. 

Undirbúningshópurinn heldur úti vefsíðu með upplýsingum um myndlistarviðburði á Norðurlandi og tenglum á félaga og gallerí og söfn á slóðinni http://mynd.blog.is

 Á stofnfundinum á laugardag verða drög að lögum félagsins kynnt, kosin stjórn og rætt um hagsmunamál myndlistarfólks.

 

 

 



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan