Skref fyrir skref í þjónustu við barnafjölskyldur

Frá námskeiðinu síðasta föstudag.
Frá námskeiðinu síðasta föstudag.

Í síðustu viku sat starfsfólk velferðarsviðs, fræðslu- og lýðheilsusviðs, sem og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, námskeið sem lýtur að innleiðingu nýrrar hugmyndafræði og aðferðar við uppeldisráðgjöf. Þessi nýja nálgun kallast „skref fyrir skref“ og hefur verið þróuð og reynd með góðum árangri í Bandaríkjunum á síðustu árum.

Ráðgjöfin er ætluð foreldrum sem þurfa talsverðan og sérhæfðan stuðning við uppeldi barna sinna til lengri eða skemmri tíma. Markmið hugmyndafræðinnar er að valdefla foreldra og gera þá sjálfstæðari í hlutverki sínu. Þannig er foreldrahæfni aukin og uppvaxtarskilyrði barna bætt.

Þau sem sóttu námskeiðið vegna innleiðingar „skrefs fyrir skref“ hugmyndafræðinnar létu vel af þeim aðferðum og úrræðum sem þar voru kynnt.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan